Matthías lagði upp sigurmarkið gegn Birni

Matthías Vilhjálmsson lagði upp sigurmark Rosenborg í dag sem mætti Molde í norsku úrvalsdeildinni.

Matthías var eins og oft áður á bekknum hjá Rosenborg í dag en kom við sögu í síðari hálfleik.

Molde komst í 1-0 í fyrri hálfleik en Rosenborg sneri leiknum sér í vil og vann 2-1 sigur. Matthías lagði upp síðara markið.

Björn Bergmann Sigurðarson var þá í liði Molde en hann komst ekki á blað í tapinu.


desktop