Modric valinn bestur í fimmta sinn

Luka Modric, leikmaður Real Madrid, hefur verið valinn leikmaður ársins í Króatíu.

Þetta var staðfest nú í kvöld en Modric átti frábært ár bæði með Real og króatíska landsliðinu.

Þetta er í fimmta sinn á ferlinum sem Modric vinnur þessi verðlaun en hann vann síðast árið 2014.

Þá vann Modric árið 2007, 2008 og 2011 en í fyrra þá var Ivan Rakitic, leikmaður Barcelona, valinn bestur.

Modric er mikilvægur hlekkur í liði Real en hann er 31 árs gamall í dag og á nokkur góð ár eftir.


desktop