Myndband: Kjartan Henry vippaði snyrtilega yfir Rúnar

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður Horsens, skoraði mark í kvöld er liðið mætti Nordsjælland.

Kjartan Henry er aðal markaskorari Horsens og hefur verið duglegur að skora síðan hann gekk í raðir félagsins.

Kjartan og félagar gerðu 2-2 jafntefli við Nordsjælland í kvöld en Kjartan kom liðinu í 2-1 seint í leiknum.

Framherjinn lék allan leikinn í leiknum og skoraði á landa sinn í marki Nordsjælland, Rúnar Alex Rúnarsson.

Kjartan skoraði mjög fallegt mark eins og má sjá hér fyrir neðan.


desktop