Myndband: Þjálfari Shaktar mætti eins og Zorro á fréttamannafund

Paulo Fonseca þjálfari Shaktar Donets stóð við storu orðin í gær þegar lið hans komst áfram í Meistaradeildinni.

Shaktar endaði í öðru sæti í riðli sínum á eftir Manchester City, liðið var fyrir ofan Napoli.

Fonseca hafði lofað því að mæta með Zorro grímu á fréttamannafund ef Shaktar kæmist áfram.

Fonseca gerði það í gær og vakti atriði hans mikla lukku.

,,Þetta er skemmtilegasti fréttamannafundur sem ég hef sitið,“ sagði Fonseca að leik loknum.


desktop