Norrköping staðfestir kaupin á Guðmundi

IFK Norrköping hefur staðfest kaup sín á Guðmundi Þórarinssyni frá Rosenborg í Noregi.

Þessi öflugi miðumaður frá Selfossi hefur ekki náð að verða lykilmaður hjá Rosenborg.

Hann er annar íslenski leikmaðurinn sem yfirgefur Rosenborg á þessu ári en Hólmar Örn Eyjólfsson var seldur til Maccabi Haifa.

Guðmundur lék áður með Sarpsborg í Noregi og síðan með Nordsjælland í Danmörku áður en hann fór til Rosenborg.

Hann verður liðsfélagi Jóns Guðna FJólussonar og Alfons Sampsted sem félagið keypti frá Breiðabliki í vetur.

Guðmundur er 24 ára gamall örfættur miðjumaður sem lék með Selfoss og ÍBV áður en hann hélt út.


desktop