Pogba hársbreidd frá því að komast í lið ársins

Það munaði engu að miðjumaðurinn Paul Pogba kæmist í lið ársins hjá FIFA sem var opinberað í gær.

Verðlaunaafhending fór fram í Zurich og var veitt verðlaun fyrir góðar frammistöður á árinu 2016.

Pogba kom til greina í liði ársins en hann var aðeins tveimur atkvæðum frá því að komast á miðjuna.

Þeir Luka Modric og Toni Kroos áttu miðsvæðið en þeir leika saman hjá Real Madrid á Spáni.

Kroos fékk aðeins tveimur stigum meira en Pogba sem átti mjög gott ár í fyrra með Juventus og franska landsliðinu.


desktop