Ronaldo vildi aldrei fara til AC Milan

Ronaldo, fyrrum framherji Real Madrid, vildi ekki yfirgefa félagið á sínum tíma til að semja við AC Milan.

Fabio Capello var þá stjóri Real en hann og Ronaldo áttu enga samleið og fór Brasilíumaðurinn á endanum.

,,Ég vildi ekki yfirgefa Real Madrid. Það voru mörg vandamál á milli mín og Capello. Ef ég var 100 grömmum of þungur þá var ég ekki í liðinu,“ sagði Ronaldo.

,,Ég er þolinmóður og ég vil skilja annarra manna skoðun en ég gat ekki skilið hann. Það var ekki hægt.“


desktop