Rúnar Már skoraði í sigri

Rúnar Már Sigurjónsson var í eldlínunni með Grasshoppers í dag sem mætti Lugano í Sviss.

Rúnar Már var í byrjunarliði Grasshoppers í leiknum og skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri.

Rúnar skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en það kom úr vítaspyrnu á 38. mínútu leiksins.

Rúnar fékk ekki að spila allan leikinn en hann var tekinn af velli eftir tíu mínútur í síðari hálfleik.


desktop