Segir kynlíf fyrir leiki slæmt fyrir karlmenn – Gott fyrir konur

Victoria Gameeva læknir Spartak Moskvu í Rússlandi segir það slæmt fyrir karlmenn að stunda kynlíf fyrir átök í íþróttum.

Gameeva hefur því bannað leikmönnum Spartak Moskvu að stunda kynlíf fyrir leikinn gegn Liverpool í kvöld.

Gameeva segir að rannsóknir sýni fram á þetta en hún segir kynlíf mjög gott fyrir konur, áður en farið er í kappleiki.

,,Frá læknisfræðunum er það ljóst að kynlíf fyrir íþróttaleiki er bara gott fyrir konur,“ sagði Gameeva.

,,Í bardagaíþróttum höfum við séð að bardagakonur geta berist fimm mínútum eftir kynlíf. Frammistaðan varð betri.“

,,Þetta virkar á anna hátt fyrir karlmenn, þeir eiga að sleppa kynlífi 2-3 dögum fyrir leik.“


desktop