Spartak gerir allt vitlaust – Rasismi á sína eigin leikmenn

Spartak Moskva hefur gert allt vitlaust eftir að liðið birti myndband á Twitter síðu sinni.

Þar má sjá leikmenn sem eru dökkir að hörund vera að teygja.

Spartak er í æfingarferð þar sem heitt er en frí er í úrvalsdeildinni í Rússlandi þessa dagana.

,,Sjáið hvernig súkkulaði bráðnar í sól,“ skrifar Spartak Moskva og birtir myndband af svörtum leikmönnum sínum.

Þetta hefur vakið mikla reiði og er Spartak sagt vera með rasisma á sína eigin leikmenn. Rasismi er stórt vandamál í Rússlandi og hlutur sem menn hafa áhyggjur af á HM í sumar.


desktop