Sverrir Ingi lék allan leikinn í frábærum sigri

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði FK Rostov í dag en liðið átti leik í rússnensku úrvalsdeildinni.

Sverrir og félagar hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og unnu 4-1 sigur á Ufa í sjöttu umferð.

Rostov situr í öðru sæti deildarinnar eftir sex leiki en liðið hefur unnið fjóra leiki í röð.

Íslenski varnarmaðurinn var á sínum stað og spilaði allan leikinn í öruggum útisigri.


desktop