Svona mun Putin taka á knattspyrnubullum

Vladimir Putin forseti Rússlands ætlar að láta land sitt koma vel fyrir heimsbyggðinni næsta sumar.

Heimsmeistaramótið fer fram í Rússlandi en Ísland er í fyrsta sinn á meðal þjóða sem taka þátt.

Putin hefur skipað leyniþjónustunni í landinu að taka hart á knattspyrnubullum. Þær munu ekkert komast upp með neitt.

Þeir sem verða með læti og vesen fara beinustu leið í fangelsi.

Putin vill að fréttirnar frá Rússlandi verði jákvæðar og hefur ekki húmor fyrir minnsta bulli.

Forsetinn hefur einnig skipað að hart verði tekið á þeim sem ætla að græða á miðum á leiki.


desktop