Theodór Elmar að semja við lið í Tyrklandi

Theodór Elmar Bjarnason er að semja við lið Í Tyrklandi samkvæmt öruggum heimildum 433.is.

Samkvæmt heimildum 433.is er um að ræða liðið Elazığspor sem leikur í næst efstu deild í Tyrklandi.

Elmar yfirgaf AGF í Danmörku í upphafi sumars og hefur síðan þá verið í viðræðum við nokkur félög.

Samkvæmt heimildum 433.is er Elmar nú í Tyrklandi til að ganga frá öllum sínum málum.

Elmar hefur átt nokkuð fast sæti í íslenska landsliðshópnum og var hluti af liðinu sem fór á EM.

Elmar hefur verið hjá Celtic, Lyn, Gautaborg, Randers og nú síðast AGF á ferli sínum en hann ólst upp hjá KR.

Elmar getur spilað sem miðjumaður og kantmaður en hann heldur nú í nýtt ævintýri til Tyrklands.


desktop