Þessi tíu félög eru með hæsta launakostnaðinn í Evrópuboltanum

Manchester City gaf út ársreikning sinn á dögunum þar sem ýmislegt forvitnilegt kemur fram.

Útgjöld félagsins hafa aukist mikið síðan Pep Guardiola tók við enda er starf hans að reyna gera liðið að stórveldi í Evrópu.

City situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 31 stig eftir fyrstu ellefu leikina og hefur 8 stiga forskot á Manchester United.

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að City vinni deildina enda liðið keypt frábæra leikmenn í gegnum tíðina.

Mail tók saman skemmtilegan lista yfir þau tíu félög í Evrópu, sem eru með hæsta launakostnaðinn í Evrópu.

Listann í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

10. Juventus – £150m (Launahæstur: Gonzalo Higuain, £130,000-á viku)

9. Liverpool – £210m (Launahæstur: Philippe Coutinho, £200,000-á viku)

8. Arsenal – £210m (Launahæstur: Mesut Ozil, Alexis Sanchez, £150,000-á viku)

7. Bayern Munich – £235m (Launahæstur: Robert Lewandowski, £160,000-per-á viku)

6. Real Madrid – £240m (Launahæstur: Cristiano Ronaldo, £365,000-á viku)

5. Manchester City – £244m (Launahæstur: Sergio Aguero, £220,000-á viku)

4. Chelsea – £250m (Launahæstur: Eden Hazard, £200,000-á viku)

3. Manchester United – £264m (Launahæstur:rPaul Pogba, £290,000-á viku)

2. Barcelona – £264m (Launahæstur: Lionel Messi, £500,000-á viku)

1. Paris Saint-Germain – £279m (Launahæstur: Neymar, £537,000-á viku)


desktop