Þessir voru bestir á árinu að mati Heimis og Arons

Heimir Hallgrímsson valdi Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, sem þjálfara ársins fyrir árið 2016 en þetta var birt í kvöld.

Heimir valdi Klopp í efsta sætið á sínum lista, Fernando Santos, landsliðsþjálfara Portúgals í annað og Diego Simeone í þriðja.

Luis Suarez var þá valinn besti leikmaður ársins að mati Heimis en þar á eftir komu þeir Cristiano Ronaldo og Antoine Griezmann.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var á svipaðri skoðun og Heimir en hann valdi Claudio Ranieri besta stjórann og þar á eftir komu Santos og Simeone.

Aron valdi Ronaldo sem besta leikmann ársins, Suarez í annað sætið og Griezmann í það þriðja.


desktop