Tíu launahæstu íslensku atvinnumennirnir

Blaðamaðurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur nú birt lista yfir tíu launahæstu íslensku leikmennina.

Um er að ræða grunnlaun leikmanna en engir bónusar eru teknir með í listanum hjá Óskari.

Það ber að taka fram að þessar tölur eru alls ekki staðfestar en niðurröðun leikmanna gæti verið rétt.

Gylfi Þór Sigurðsson er launahæsti íslenski leikmaðurinn en hann leikur með Swansea City á Englandi.

Hér má sjá listann.

10. Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) – 121 milljón í árslaun

9. Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) – 128 milljónir í árslaun

8. Alfreð Finnbogason – (Augsburg) – 130 milljónir í árslaun

7. Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv) – 133 milljónir í árslaun

6. Birkir Bjarnason (Basel) – 137 milljónir í árslaun

5. Emil Hallfreðsson (Udinese) – 145 milljónir í árslaun

4. Ragnar Sigurðsson (Fulham) – 147 milljónir í árslaun

3. Aron Jóhannsson (Werder Bremen) – 201 milljón í árslaun

2. Kolbeinn Sigþórsson (Nantes) – 220 milljónir í árslaun

1. Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea) – 550 milljónir í árslaun


desktop