Viðar Örn með tvennu í Ísrael

Viðar Örn Kjartansson var í stuði fyrir lið Maccabi Tel Aviv í dag sem átti leik í ísraelska bikarnum.

Maccabi heimsótti lið Hapoel Bnei Lod í dag og hafði betur með þremur mörkum gegn engu.

Það var mikið Viðari að þakka en hann skoraði fyrstu tvö mörk liðsins í fyrri hálfleik með fjögurra mínútna millibili.

Viðar hefur verið sjóðandi heitur síðan hann fór til Ísrael en hann kom þaðan eftir dvöl hjá Malmö.


desktop