Viss um að Neymar verði sá besti

Cafu, fyrrum varnarmaður Brasilíu, er viss um að landi sinn, Neymar, verði sá besti í heiminum á næstu árum.

Cafu segir að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo séu bestu leikmenn heims en að Neymar sé ekki langt á eftir.

,,Neymar er ekki langt frá þeim. Ég er viss um að hann verði sá besti á næstu árum,“ sagði Cafu.

,,Það hefur verið rætt um þetta í mörg ár, Ronaldo og Messi, þeir eru í öðrum gæðaflokki en aðrir.“


desktop