Vonast til að Di Maria bæti sig

Unai Emery þjálfari PSG vonast til þess að Angel di Maria bæti í á seinni hluta tímabilsins.

Stuðningsmenn PSG eru að missa þolinmæðina á Di Maria og hafa baulað á hann síðustu vikur.

Di Maria hefur ekki stigið upp eftir að Zlatan Ibrahimovic yfirgaf féagið.

,,Þegar stjarna eins og Zlatan fer þá fellur ábyrgðin á leikmann eins og Di Maria og stuðningsmenn setja meiri ábyrgð á hann,“ sagði Emery.

,,Hann er með mikla reynslu og mjög mikilvægur fyrir okkur, við vonum að hann bæti sig á seinni hlutanum.“


desktop