Witsel búinn að hafna Juventus og eltir peningana

Axel Witsel, leikmaður Zenit, hefur ákveðið að ganga í raðir kínverska félagsins Tianjin Quanjian.

Þetta hefur leikmaðurinn sjálfur staðfest en talið var að hann væri á leið til Juventus á Ítalíu.

Juventus hafði mikinn áhuga á Witsel en hann hefur ákveðið að hafna ítalska stórliðinu til að fara til Kína.

,,Þetta var mjög erfið ákvörðun því í einu horninu var toppfélag eins og Juventus,“ sagði Witsel.

,,Hitt var hins vegar mikilvægara fyrir mig og mína fjölskyldu og ég gat ekki hafnað því.“


desktop