Evrópumeistararnir heimsækja Spánar meistarana – 8-liða úrslitin hefjast í kvöld

8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld með tveimur hörkuleikjum.

Aðal leikur kvöldsins er þó klárlega nágrannaslagur á milli Evrópumeistara Real Madrid og spænsku meistarana í Atletico Madrid.

Atletico Madrid hefur haft gott tak á Real Madrid á þessu tímabili en Real vann Meistaradeildina á síðasta tímabili með sigri á Atletico Madrid í úrslitaleiknum.

Í hinum leik kvöldsins mæta ítölsku meistararnir í Juventus liði Monaco sem fór eftirminnilega illa með Arsenal í 16-liða úrslitinum.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 18:45.

18:45 Atletico Madrid – Real Madrid
18:45 Juventus – Monaco


desktop