Annað tap PSG kom gegn Lyon

Lyon tók á móti PSG í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Nabil Fekir kom heimamönnum yfir á 2. mínútu en Layvin Kurzawa jafnaði metin fyrir PSG 45. mínútu og staðan því 1-1 í hálfleik.

Memphis Depay kom svo inná sem varamaður á 68. mínútu og tryggði Lyon sigur með marki í uppbótartíma og lokatölur því 2-1 fyrir heimamenn.

PSG er sem fyrr á toppi deildarinnar með 56 stig og hefur nú 8 stiga forskot á Lyon sem er í öðru sætinu.


desktop