Balotelli er gjörsamlega brjálaður vegna sögu um hann og klámstjörnu

Mario Balotelli framherji Nice var gjörsamlega trylltur á Twitter í gær eftir að sögu um hann og klámstjörnuna, Katja Krasavice fóru að birtast í miðlum ytra.

Krasavice vill meina að Balotelli hafi verið að senda sér dónaleg skilaboð á Instagram og að hann vilji ólmur komast í rúmið með henni.

Þetta segir framherjinn vera bull og vitleysu og leggur til að hún fái plakat af sér til að eiga.

,,Gefið henni plakat svo henni geti dreymt um mig,“ skrifaði Balotelli á Twitter í gær en hann hefur síðan eytt öllum þessum færslum.

,,Ég vona að einhver taki skjáskot af þessu og setji á netið, blöðin munu þurfa að biðja mig afsökunar.“

,,Klámstjarna? Ég? Ég var að senda félaga mínum skilaboð og okkur er alveg sama um hana. Þetta var grín og ég hef aldrei haft áhuga á henni, setjið skilaboð mín út og þá munu blöðin biðja mig afsökunar.“

,,Ég er brjálaður því það er alltaf verið að bendla mig við þessa helvítis konu og ég mun aldrei hafa áhuga á henni, ekki í næsta lífi einu sinni.“

,,Blöðin athuga ekki hvort þessi kona sé að segja satt eða ekki, það eru hins vegar allir klárir í að dæma. Þessi kona þarf að finna annan mann til að fíflast með, ég er þreyttur á þessu helvítis kjaftæði.“


desktop