Carvalho hrósar Mbappe

Ricardo Carvalho, fyrrum varnarmaður Chelsea, telur að Kylian Mbappe geti auðveldlega náð árangri á Englandi.

Mbappe er orðaður við mörg lið þessa dagana en stórlið á Spáni og á Englandi eru nefnd til sögunnar.

,,Hann hefur nú þegar sýnt það að hann er öðruvísi leikmaður. Við þekkjum gæðin sem hann er með,“ sagði Carvalho.

,,Ég get ekki sagt um hvort spænska eða enska deildin sé betri fyrir hann. Hann er með allt sem þarf til að standa sig í báðum.“


desktop