Draxler vill berjast fyrir sæti sínu hjá PSG

Julian Draxler, sóknarmaður PSG ætlar sér að berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu en það er Mirror sem greinir frá þessu í dag.

Hann fær lítið að spila eftir að þeir Neymar og Kylian Mbappe komu til félagsins í sumar.

Draxler hefur verið orðaður við endurkomu til Þýskalands og þá eru Arsenal og Liverpool einnig sögð áhugasöm um hann.

Hann ætlar sér hins vegar að vera áfram í Frakklandi og berjast fyrir sæti sínu en hann kom til félagsins í janúar á þessu ári.

PSG borgaði 40 milljónir punda fyrir hann og stóð hann sig vel í vor með liðinu.


desktop