Faðir Neymar blæs á allar sögusagnir

Ekkert er til í því að Neymar sé á förum frá PSG í sumar þrátt fyrir fréttir um slíkt.

Faðir Neymar blæs á þessar sögusagnir og segir að kappinn sé ekki á förum.

PSG borgaði 222 milljónir evra fyrir Neymar síðasta sumar þegar hann kom frá Barcelona.

Hann varð þá dýrasti leikmaður í sögu fótboltans en hefur mikið verið orðaður við Real Madrid.

,,Framtíð Neymar er hjá PSG,“
sagði faðir hans um sögusagnir.

,,Hann er hjá félaginu og er ekki að fara,“
sagði pabbinn en Neymar spilar líklega ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.


desktop