Fáránleg ástæða þess að Balotelli missti af opnunarmínútunum í leik Nantes og Nice

Nantes tók á móti Nice í frönsku úrvalsdeildinni á laugardaginn síðasta en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Emiliano Sala kom Nantes yfir strax á 22 mínútu en Jean Michael Seri jafnaði metin fyri gestina, sex mínútum síðar.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og lokatölur því 1-1.

Mario Balotelli var í byrjunarliði Nice í leiknum en hann missti af fyrstu tveimur mínútum vegna þess að hann náði ekki að losa skóreimarnar sínar.

Balotelli mætti inn á völlinn og áttaði sig svo á því að reimarnar væru of hertar og ákvað að reyna losa þær.

Hann þurfti að fá aðstoð á hliðarlínunni hjá starfsmanni Nice en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.


desktop