Mynd: PSG gengur betur án Ibrahimovic í Meistaradeildinni

PSG tekur á móti Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar í kvöld en mikið er undir hjá báðum liðum í leiknum í kvöld.

Bæði lið sitja á toppnum heima fyrir en Börsungar hafa tveggja stiga forskot á Real Madrid í La Liga og þá hefur PSG eins stiga forskot á Lyon í frönsku úrvalsdeildinni.

Zlatan Ibrahimovic, framherji PSG verður fjarri góðu gamni í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið í seinni viðureign liðsins gegn Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar en spjaldið var afar vafasamt og hafa margir knattspyrnusérfræðingar deilt um litinn á spjaldinu undanfarnar vikur.

Zlatan er af mörgum talinn einn af albestu framherjum heims en það sem vekur athygli er að PSG virðist ganga betur án sænska framherjans, í meistaradeild Evrópu í það minnsta en liðið hefur unnið alla leiki sína án hans og er með 100% sigurhlutfall þegar hans nýtur ekki við.

Mynd af þessu má sjá hér að neðan.


desktop