Myndir: Neymar tók ekki í hönd hans eftir að hann hló

Neymar leikmanni PSG var ekki skemmt þegar Athony Ralston leikmaður Celtic hló framan í sig í gær.

Neymar og félagar pökkuðu Celtic saman 0-5 á útivelli en Neymar skoraði eitt mark.

Ralston var í miklum vandræðum í leiknum en hann reyndi þó að láta finna fyrir sér.

Í eitt skiptið féll Neymar í jörðina og af því hafði Ralston gaman af og hló beint í andlit Neymar.

Eftir leik svo þegar Ralston reyndi að taka í hönd Neymar þá afþakkaði hann boðið, hann hafði ekki gleymt því hvernig Ralston hafði komið fram við sig.


desktop