Neymar skoraði tvö fyrir PSG í markasúpu

Lífið hjá Neymar í PSG byrjar vel en hann skoraði í öðrum leiknum sínum í röð í kvöld.

PSG tók á móti Toulouse og vann 6-2 sigur í ótrúlegum leik.

Gestirnir komust yfir áður en Neymar jafnaði fyrir heimamenn í París. Adrien Rabiot kom svo PSG yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Marco Veratti lét svo reka sig af velli áður en Edinson Cavani kom PSG í 3-1 en gestirnir svöruðu og var staðan 3-2 þegar lítið var eftir.

Javier Pastore og Layvin Kurzawa bættu hins vegar við mörkum og komu PSG í 5-2.

Neymar bætti svo við öðru marki sínu og tryggði PSG 6-2 sigur á heimavelli.


desktop