Neymar vill til Real Madrid fyrir HM

Neymar leikmaður PSG er ekkert alltof hress með lífið hjá félaginu samkvæmt fréttum.

Neymar gekk í raðir PSG síðasta sumar fyrir 222 milljónir evra.

Neymar gekk í raðir félagsins frá Barcelona en hann er sagður vilja aftur til Spánar.

Í dag fjalla spænskir fjölmiðlar um það að Neymar vilji til Real Madrid.

Neymar er sagður vilja fara til Real Madrid áður en Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. Hann er nú meiddur eftir að hafa fótbrotnað.


desktop