PSG íhugar að reka Emery og ráða fyrrum stjóra Barcelona

PSG í Frakklandi íhugar að reka Unai Emery, stjóra liðsins en það er Mail sem greinir frá þessu í kvöld.

PSG vill fá Luis Enrique, fyrrum stjóra Barcelona til þess að taka við liðinu en hann hætti með spænska félagið í sumar.

Emery tók við liðinu árið 2016 en mistókst að vinna frönsku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili með liðið.

PSG situr hins vegar á toppnum í frönsku deildinni þegar þetta er skrifað og hefur 9 stiga forskot á Lyon sem er í öðru sætinu.

Enrique stýrði Barcelona á árunum 2014-2017 og vann m.a þrennuna með liðið árið 2015.


desktop