Myndir: Glæsileg íbúð Depay til sölu

Mempis Depay er á leið til Manchester United á Englandi en þessi tvítugi vængmaður mun ganga í raðir liðsins í næsta mánuði.

Depay hefur undanfarin ár leikið með PSV í Hollandi og var hann besti leikmaður liðsins á þessu tímabili sem vann hollensku deildina.

Depay hefur nú sett íbúð sína í Hollandi á sölulista en um er að ræða glæsilega íbúð sem staðsett er í Rotterdam.

Depay borgaði  670 þúsund evrur fyrir íbúðina en hann hún er í dag til sölu á 900 þúsund evrur.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af íbúðinni.


desktop