Van Persie á heimleið – Læknisskoðun á morgun

Hollenskir fjölmiðlar greina frá því að Robin van Persie sé að yfirgefa Fenerbache.

Van Persie er væntanlegur til Hollands á morgun og fer í læknisskoðun hjá Feyenoord.

Þar hóf hollenski framherji feril sinn áður en hann hélt til Englands. Þar varð hann meðal annars Englandsmeistari með Manchester United.

Van Persie hefur ekki átt frábæra tíma í Tyrklandi og heldur nú heim.


desktop