1.deild kvenna: ÍA og Selfoss með sigra

Lið ÍA er komið á toppinn í fyrstu deild kvenna en liðið mætti ÍR á ÍR-vellinum í kvöld.

ÍA hafði betur með tveimur mörkum gegn einu en þær Heiðrún Sara Guðmundsóttir og Bergdís Fanney Einarsdóttir skoruðu mörkin.

ÍA er nú með sex stig á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir en liðið er með markatöluna 8-1.

Víkingur Ólafsvík þurfti þá að sætta sig við 4-0 tap gegn Selfoss í Ólafsvík.

Víkingur Ó. 0-4 Selfoss
0-1 Barbára Sól Gísladóttir
0-2 Karitas Tómasdóttir
0-3 Kristrún Rut Antonsdóttir
0-4 Barbára Sól Gísladóttir

ÍR 1-2 ÍA
0-1 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
1-1 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
1-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir


desktop