31 feðgar hafa spilað fyrir íslenska landsliðið

Ísland verður með á HM í Rússlandi sem fram fer næsta sumar en þetta er í fyrsta skiptið sem við erum með á lokatmótinu.

Afrekið er gríðarlega mikið enda erum við einungis 340.000 manna þjóð og erum við lang fámennasta þjóðin til þess að tryggja okkur sæti í lokakeppninni.

Leifur Grímsson, áhugamaður um tölfræði tók saman skemmtilega samantekt á dögunum þar sem hann fer yfir þá feðga sem hafa spilað með íslenska landsliðinu.

Á Íslandi hafa 31 feðgar spilað fyrir íslenska liðið en á Englandi hafa einungis 4 feðgar spilað fyrir landslið enska liðsins.

Tölfræði yfir þetta má sjá hér fyrir neðan.


desktop