Albert fékk hálfleik gegn Sparta Rotterdam

Sparta Rotterdam tók á móti PSV í hollensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.

Kenneth Dougal kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu en Steven Bergwijn jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Bergwijn var svo aftur á ferðinni á 56. mínútu og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna.

Albert Guðmundsson kom inná sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks en PSV situr á toppi deildarinnar sem fyrr og hefur 10 stiga forskot á Ajax sem er í öðru sætinu.


desktop