Albert kom ekki við sögu í sigri PSV

Feyenoord tók á móti PSV í hollensk úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 3-1 sigri gestanna.

Það voru þeir Santiago Arias, Steven Bergwijn og Gaston Pereiro sem skoruðu mörk PSV í dag en Tonny Vilhena skoraði mark Feyenoord.

Albert Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk PSV í dag og kom ekki við sögu í leiknum.

PSV er sem fyrr á toppi hollensku deildarinnar og hefur nú 7 stiga forskot á Ajax sem er í öðru sætinu.


desktop