Allir leikmenn Íslands klárir fyrir morgundaginn – Rakel á bekknum

Bjarni Helgason skrifar frá Tilburg:

Íslenska liðið er mætt til Tilburg þar sem liðið mun leika sinn fyrsta leik á EM gegn Frökkum á morgun.

Ísland leikur í riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki en Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum, fyrirfram.

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins var mættur á blaðamannafund á Willem II Stadion í dag ásamt þeim Söru Björk Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Gunnarsdóttur.

Freyr staðfesti það á blaðamannafundinum að allir leikmenn íslenska liðsins væru klárir í slaginn og að Rakel Hönnudóttir sem glímt hefur við meiðsli myndi vera á bekknum í leiknum.

„Það vill svo skemmtilega til að það eru allir heilir heilsu og tilbúnir í slaginn. Rakel er búin að vera tæp en er að koma saman. Hún verður á bekknum og til taks.“

„Annars eru allir klárir í slaginn og í góðu standi. Núna erum við bara að huga að andlega þættinum. Spennustigið og andlegi þátturinn er það sem skiptir mestu máli.“


desktop