Atkvæðin sem „gufuðu“ upp fóru í flug frá Eyjum

Myndir: DV.is

Björn Einarsson sem tapaði í baráttu sinni um formannsembætti KSÍ vakti athygli á því í gær að atkvæði sem hefðu kosið um formannsembættið hefðu ekki öll skilað sér þegar kosið var í aðalstjórn.

Þarna munaði nokkrum atkvæðum en á því var mjög eðlileg skýring.

,,Það kom fram í öllum mínum kynningum að ég væri fyrir alla þannig að það er erfitt að svara en ég bendi á að í formannskjörinu sjálfu eru greidd 149 atkvæði, í kjörinu til aðalstjórnar held ég að þau séu um 130 þannig það gufuðu upp 17-18 atkvæði á milli dagskráliða á þinginu sjálfu sem er athyglisvert,“ sagði Björn í Akraborginni í gær.

Meira:
Björn Einars: 17-18 atkvæði sem gufuðu upp

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ á laugardag en ársþingið fór fram í Vestmannaeyjum.

Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri KA hefur bent á það að á Twitter að þessi atkvæði sem Björn talaði um að hefðu gufað upp hefðu farið í flug frá Eyjum.

Um var að ræða fulltrúa sem vildu komast heim en þingið átti að vera búið um þetta leyti. Síðasta flugið fór frá Eyjum klukkan 17:30 og þá var ekki búið að kjósa til aðalstjórna.

Þingið var hinsvegar lengra en búist var við og útskýrir það þessi atkvæði sem fóru á milli atriða.


desktop