Augnablik leikur í 3. deildinni næsta sumar

Álftanes og Augnablik mættust í úrslitakeppni 4. deildarinnar í dag en leiknum lauk með 3-0 sigri Augnabliks.

Kári Ársælsson kom Augnablik yfir strax á 12 mínútu og Hjörvar Hermannsson bætti við öðru marki liðsins undir lok fyrri hálfleiks.

Hjörtur Júlíus Hjartarsson skoraði svo þriðja mark leiksins á 87 mínútu og innsiglaði þar sem 3-0 sigur Augnabliks.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því ljóst að Augnablik mun leika í 3. deildinni næsta sumar en liðið mætir annaðhvort KH eða Kórdrengjum í úrslitaleik um sigur í 4. deildinni.


desktop