Bæjarstjórinn á Akureyri íhugar framboð til formanns KSÍ

Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Aukureyrar íhugar nú að bjóða sig fram til formanns KSÍ.

Ársþing KSÍ fer fram þann 11. febrúar næstkomandi í Vestmanneyjum en þeir Guðni Bergsson og Björn Einarsson hafa nú þegar boðið sig fram.

Geir Þosteinsson, formaður KSÍ gaf það út á dögunum að hann ætlaði sér ekki að óska eftir endurkjöri og því ljóst að nýr formaður verður kjörinn í febrúar.

Eiríkur liggur ennþá undir felld með það hvort hann bjóði sig fram en það ætti að koma í ljós á næstu dögum.


desktop