Björn Begmann byrjaði í sigri – Ingvar Jóns fékk á sig tvö mörk

Fjöldi leikja fór fram í norsku úrvalsdeildinni í dag og var þeim að ljúka núna rétt í þessu.

Molde vann 1-0 sigur á Haugesund en Björn Bergmann var í byrjunarliði Molde í dag en var skipt af velli á 81. mínútu.

Ingvar Jónsson var í byrjunarliði Sandefjord sem tapaði 1-2 fyrir Strömsgodset og þá vann Tromsö 2-1 sigur á Stabæk en Aron Sigurðarson sat allan tímann á varamannabekk liðsins í dag.

Samúel Kári Friðjónsson kom svo inná á 26. mínútu í 7-1 sigri Valerenga á Viking og skoraði hann fimmta mark leiksins.

Molde er í öðru sæti deildarinnar með 47 stig á meðan Sandefjord er í því tíunda með 33 stig.

Tromsö er svo í fjórtánda sætinu með 28 stig og Valerenga er í því sjöunda með 36 stig.


desktop