Björn Bergmann tilfnefndur sem leikmaður ársins í Noregi

Björn Bergmann Sigurðarson, framherji Molde og íslenska landsliðsins er tilnefndur sem leikmaður ársins í Noregi.

Þessi 26 ára gamli framherji hefur verið frábær í norsku deildinni á þessari leiktíð en tvær umferðir eru eftir af mótinu.

Það eru fyrirliðar í norsku úrvalsdeildinni sem munu kjósa í kjörinu en Björn kom til Molde árið 2016 frá Wolves.

Hann á að baki 36 leiki með liðinu þar sem hann hefur skorað 18 mörk.

Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir má sjá hér fyrir neðan.

Björn Bergmann Sigurðarson, Molde
Nicklas Bendtner, Rosenborg
Tore Reginiussen, Rosenborg
Ohi Omuijuanfo, Stabæk


desktop