Brynjar Björn ráðinn þjálfari HK

Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá HK til tveggja ára.

Brynjar Björn hefur starfað sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar undanfarin fjögur ár auk þess að hafa þjálfað yngri flokka félagsins.

Brynjar Björn kom jafnframt að þjálfun hjá unglingaliðum Reading á sínum tíma. Hann býr yfir mikilli reynslu sem atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu til fjölda ára meðal annars hjá Stoke og Reading.

„Það er mér mikil ánægja og eftirvænting að þjálfa meistaraflokk karla hjá HK. Félagið náði góðum árangri á síðasta keppnistímabili sem spennandi verður að byggja ofan á. HK er ört vaxandi félag með mikinn fjölda iðkenda og frábæra aðstöðu“ segir Brynjar Björn.


desktop