Byrjunarlið U21 gegn Eistlandi – Albert og Jón Dagur byrja

Albert er í hóp.

U21 árs landslið Íslands mætir Eistum í undankeppni EM 2019 í dag klukkan 16:00 og eru byrjunarliðin klár.

Ísland er í fimmta sæti riðilsins með fjögur stig á meðan Eistland er einu sæti neðar, í því neðsta, með eitt stig.

Ísland mætti Spáni á fimmtudaginn síðastliðinn, einnig ytra, en sá leikur endaði með 1-0 sigri heimamanna.

Það er því ljóst að leikurinn er mikilvægur fyrir Ísland, en sigur gæti fleytt liðinu í þriðja sæti riðilsins.

Byrjunarlið Íslands má sjá hér fyrir neðan.

Ísland:
Sindri Kristinn Ólafsson (M)
Alfons Sampsted
Felix Örn Friðriksson
Hans Viktor Guðmundsson
Axel Óskar Andrésson
Mikael Neville Anderson
Júlíus Magnússon
Samúel Kári Friðjónsson
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Albert Guðmundsson (F)
Jón Dagur Þorsteinsson


desktop