Eggert hafði betur gegn Rúnari Alex í Íslendingaslagnum

SønderjyskE tók á móti Nordjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Jeppe Simonsen skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 í leikhléi fyrir gestina.

Kees Luijckx jafnaði metin á 55. mínútu og Christian Jakobsen skoraði svo sigurmark leiksins á 64. mínútu og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna.

Egger Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði heimamanna í dag og spilaði allan leikinn og sömu sögu er að segja um Rúnar Alex Rúnarsson sem spilaði allan leikinn í marki Nordsjælland.

SønderjyskE er í níunda sæti deildarinnar með 24 stig en Nordsjælland er í því þriðja með 39 stig.


desktop