Eiður Smári leggur skóna á hilluna

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta staðfesti hann í kvöld.

Eiður verður 39 ára gamall í næstu viku en hann hefur átt ótrúlega farsælan feril sem knattspyrnumaður.

„Ég held að ég muni aldrei hætta í fótbolta. Ég mun mæta á æfingar og leika mér. Ég mun spila fótbolta þangað til ég get ekki labbað,“ sagði Eiður í þættinum 1 á 1 í kvöld á Stöð 2 Sport.

,,En með atvinnumannaknattspyrnu, ég held að það sé löngu ljóst. Það er ár síðan ég spilaði síðast og ég er enn stífur þegar ég vakna á morgnana.“

Eiður lék síðast með Molde í Noregi en hann kvaddi félagið á síðasta ári og hefur ekki spilað með öðru liði.

Eiður lék 88 landsleiki fyrir Ísland og skoraði 26 mörk. Hann á að baki leiki fyrir lið á borð við Chelsea, Barcelona og Tottenham.


desktop