Eiður útskýrir af hverju hann hafnaði Blikum: Vildi ekki fjölmiðlafárið í kringum þetta

Eiður Smári Guðjohnsen hefur útskýrt af hverju hann ákvað að hafna því að ganga í raðir Breiðabliks fyrr í sumar.

Eiður er án félags þessa stundina en hann ræddi við Gumma Ben í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 um málið.

Með Breiðabliki leikur Sveinn Aron Guðjohnsen en hann er einmitt sonur Eiðs.

,,Ég vildi ekki fjölmiðlafárið í kringum þetta. Feðgar að spila saman og allt sem myndi fylgja því,“ sagði Eiður.

,,Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að spila á Íslandi en það kitlaði eitthvað að spila með syni mínum.“

,,Mér fannst það ekki náttúrulegt. Ég vildi bara leyfa honum að vera í friði. Minn tími er búinn og hans tími á að fá að renna upp og hann á að njóta sín.“


desktop