Emil Hallfreðs spilaði í tapi Udinese

Torino tók á móti Udinee í ítölsku Serie A í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.

Það voru þeir Nicolas N’Koulou og Andrea Belotti sem skoruðu mörkin í dag og niðurstaðan því 2-0 sigur heimamanna.

Emil Hallfreðsson byrjaði á bekknum hjá Udinese í dag en kom inná sem varamaður á 67. mínútu.

Udinese er í tíunda sæti deildarinnar með 33 stig, 8 stigum frá Evrópusæti.


desktop